Jón B. K. Ransu sýninir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

27024229_1562461330497133_5219261511921435611_o

Laugardaginn 3. feb. 2018 kl.15.00 opnar Jón B. K. Ransu sýninguna Djöggl í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Á sýningunni Djöggl dregur Jón B. K. Ransu málaralist og fjölleika saman í samtal á ný þar sem hringformið spilar aðalhlutverk í rýmislistaverki í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Listaverk Ransu byggja öllu jafnan á endurskoðun listaverka eða liststefna sem skráð hafa verið í alþjóðlega listasögu. Sýningin Djöggl er engin undantekning á því en Ransu sækir þar í brunn mínimalisma sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og skoðar hið óhlutbundna nauma form í tengslum við athöfn eða gerning.

Jón B. K. Ransu er myndlistarmaður menntaður í Hollandi á árunum 1990-1995. Þar af var hann í skiptinámi við NCAD (National College of Art and Design) í Dublín í eina aönn. Þá tók Ransu þátt í ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York árið 2006 og hlaut þá styrk úr sjóði The Krasner Pollock Foundation.

Uppbyggingarsjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband