Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

21370858_1594477887240714_8404349444339974086_n

Þriðjudaginn 12. september kl. 17-17.40 heldur Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins sem að þessu sinni fer fram í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum mun Jón Þór fjalla um Fab Lab smiðjuna sem var opnuð í VMA í desember 2016. Að smiðjunni standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, VMA, Akureyrarbær og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Fab Lab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alþjóðlegt net stafrænna smiðja með tækjum og tólum. Smiðjan gefur fólki á öllum aldri tækifæri til þess að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Alfredo Esparza, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband