Þórgunnur Þórsdóttir og Sara Sigurðardóttir sýna í Kaktus

14589871_961959087260348_5793691087439628161_o

Fimmtudaginn 27. október kl. 20:00 opna listakvendin Þórgunnur Þórsdóttir og Sara Sigurðardóttir sýninguna: Órói, í Kaktus, Akureyri. Opnunin stendur yfir í fjóra tíma, með tilheyrandi veigum og fatamarkaði. Plötusnúðurinn Vélarnar - hirðsnúður Eyjafjarðar - tryllir lýðinn.
Sýningin verður opin sem hér segir :
[fim] 27. okt: 20:00 - 24:00
[fös] 28. okt: 14:00 - 22:00
[lau] 29. okt: 14:00 - 22:00
Þórgunnur Þórsdóttir (f. 1991) og Sara Sigurðardóttir (f. 1993) útskrifuðust báðar með Diplómu frá Teiknideild ‘Myndlistaskólans í Reykjavík’ og síðar meir með BA í Myndlist frá ‘University of Cumbria, Institude of the Arts’. Órói er þeirra önnur samsýning, en hér gefst fólki færi á að sjá - í fyrsta sinn á Íslandi - brot af þeim verkum sem unnin voru í Englandi á árunum 2014-16.
Til sýnis verða ljósmyndir, teikningar, málverk og skúlptúrverk. Þó að framsetningin sé formföst einkennir þyngdarleysi og leikgleði verkin. Tvær ólíkar raddir leitast við að finna sína tíðni í heimi sem er álíka súr og límónudjús. Í nær barnslegu sakleysi varpa þær fram hugmyndum um stöðu mannverunnar, og tvískiptingu tilverunnar á landamærum draums og vöku.
Glaumur, gleði, undrun og útúrsnúningar.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

[English]
You are cordially invited to the opening of the exhibition ‘Órói’, in Kaktus art space, on the 27th og October. The Opening starts at 8 pm and continues until midnight. There will be some free drinks, a pop up market, and music played by the one and only: DJ Vélarnar.
The opening hours are as follows:
[Thu] 27. okt: 20:00 - 24:00
[Fri] 28. okt: 14:00 - 22:00
[Sat] 29. okt: 14:00 - 22:00
Þórgunnur Þórsdóttir (born 1991) and Sara Sigurðardóttir (born 1993) both studied drawing at Reykjavík School of the Arts before graduating with BA (hons) in Fine Art from the University of Cumbria, Institute of the Arts. Órói is their second collaborative exhibition, showcasing, -for the first time in Iceland-, a selection of works made during their time in the UK 2014 - 16.
On display are photographs, drawings, paintings and sculpture. The work is playful and vibrant. Two different minds seek to find meaning and boundaries in a world that seems abstract and sometimes absurd. The focal point is the figure that tries to deal with her reality.
We look forward to seeing you!

https://www.facebook.com/events/282521825474675


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband