Thora Karlsdottir opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

thora2

Laugardaginn 10. september kl. 15 opnar Thora Karlsdottir sýninguna Kjólagjörningur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskorun sem þarfnast úthalds og elju. Kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar og voru fluttir frá vinnustofu Thoru yfir í Listasafnið, Ketilhús síðastliðinn föstudag með dyggri aðstoð yfir 200 nemenda úr Brekkuskóla.

Á meðan á gjörningnum stóð tók Björn Jónsson daglega ljósmyndir af Thoru. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna. Í sameiningu gefa þau út bók um gjörninginn og sýninguna sem verður fáanleg í október.

Thora Karlsdottir útskrifaðist úr Europäische Kunstakademie í Trier í Þýskalandi 2013. Hún hefur haldið níu einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Íslandi og víða erlendis. Thora rekur vinnustofuna Lifandi vinnustofa í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin verður opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

listak.is

https://www.facebook.com/events/198986830519403


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband