Mirta Vignatti opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu

13558952_10153603009117231_3409580963230758871_o

Ítalska listakonan Mirta Vignatti opnar sýninguna The Island of Light í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2.júlí kl. 14.

Listakonunni Mirtu Vignatti var mjög umhugað um tímabili mikilla fólksflutning þegar hún vann verkin á sýningunni:

Um flóttafólkið sem yfirgefur heimkynni sín, félagslega stöðu og ferðast yfir ógurleg höf og oft fjandsamleg.
Margar berskjaldaðar og viðkvæmar sálir stefna í átt að eyju ljóssins.
Landi þar sem græn og ilmandi náttúran getur umvafið þau.
Tækifæri til sáluhjálpar, nýtt upphaf.
Eyjan virðist vera hilling en þörfin fyrir að lifa af er yfirsterkari hinum dimma hljómi eigingirni og ótta.
Ljósið er tilgangurinn í fjarska og bíður umbreytinga, líkt og náttfiðrildi í skógi hinnar tímalausu manngæsku.

Mirta Vignatti fæddist í Rosario í Argentínu 1967 og útskrifaðist í listum frá The National University of Art í Rosario. 2001 flyst hún til Lucca á Ítalíu, þar sem hún býr og starfar í dag. Mirta hefur hlotið viðurkenningar fyrir myndlist sína og nú síðast í flokki málverka Art Protagonist árið 2014 í Treviso. Mirta hefur sýnt víða í heimalandi Ítalíu, í Berlín, Hamborg og nú í fyrsta sinn á Íslandi í Mjólkurbúðinni á Akureyri.

Sýning Mirtu stendur til 10.júlí og er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.


http://www.mirtavignatti.com


Mjólkurbúðin Listagili er á facebook

s.8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband