Jonna sýnir Völundarhús plastsins í Nes listamiðstöð

jonna_final

Völundarhús plastsins á ferð – Nes listamiðstöð á Skagaströnd
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
 
Völundarhús plastsins á ferð nefnist sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur, og er þetta þriðja sýning Völundarhúss plastsins. Sýningin er haldin í tilefni sjómannadagsins og er innsetning sem á að gera þátttakendur  meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar og að þessu sinni verður umfjöllunarefnið plast í hafinu. Sýningaröðin hefur fræðslugildi og fær Jonna heimafólk á Skagaströnd með sér í lið til að vinna að listsköpun með endurvinnslu plasts. Undanfarin ár hefur Jonna (f. 1966) unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun. Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka.

Sýningin er opin á laugardag og sunnudag  4.-5.júní kl. 14-17 í Nesi listamiðstöð og eru allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband