17.5.2016 | 01:25
STINGUR Í AUGUN » Opnun nr. 3 í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 21. maí 2016.
« STINGUR Í AUGUN » Opnun nr3
Kaktus/Norðlenskir listamenn/Fullorðið fólk í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Fritz Hendrik IV, Snædís Malmquist, Berglind Erna Tryggvadóttir, Sara Ósk Rúnarsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Harpa Finnsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Indriði Arnar Ingólfsson, Rúnar Örn Marinósson, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson, Salvör Sólnes, Geirþrúður Einarsdóttir, Katrín Helena Jónsdóttir, Árni Jónsson, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson, Hlynur Hallsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Heiðdís Hólm, Lefteris Yakoumakis, Joris Rademaker, Vikar Mar, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Arnfinna Björnsdóttir, Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir
Verksmiðjan á Hjalteyri, / 21.05 28.05 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig facebook: Verksmiðjan á Hjalteyri
Opnun laugardaginn 21. maí kl. 15:00 / Opið alla virka daga kl. 14:00 17:00 en opnunartími og dagskrá um helgar verða auglýst sérstaklega.
«Stingur í augun» Opnun nr. 3
«Fullorðið fólk»
Laugardaginn 21. maí verður þriðja opnunin í röðinni Stingur í augun - Kaktus á Hjalteyri. Fimmtán útskriftarnemar úr Listaháskólanum eru á ferðalagi norður, á vit ævintýranna. Á Hjalteyri hitta þeir fyrir Kaktus hópinn og taka þau höndum saman við framkvæmd næstu samsýningar í Verksmiðjunni. Það verður glæsileg sýning sem að mun bera titilinn «Fullorðið fólk»
Hópurinn á bak við listarýmið Kaktus í Listagilinu á Akureyri dvelur í Verksmiðjunni á Hjalteyri allan maímánuð og stendur fyrir nýrri sýningaropnun um hverja helgi. Nú þegar er þar fyrir sýningin «Norðlenskir listamenn» og svo þeirra eigin sýning sem stöðugt tekur breytingum og stækkar enda hafa Kaktus meðlimir flutt vinnustofur sínar tímabundið í Verksmiðjuna.
Opnunin verður kl. 15:00 19;00 laugardaginn 21 maí og allir velkomnir að halda upp á fyrstu sýningarferð sumarsins með útskriftarnemum. Opið verður milli 14:00 17:00 sunnudaginn 22. maí en Verksmiðjan er opin gestum og gangandi frá kl. 14 - 17 alla virka daga, þannig að gestir geta skoðað sýningar en einnig fylgst með framvindunni.
Dagskrá mánaðarins:
07. - 08. maí : Kaktus - Stingur í augun
14. - 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí: Fullorðið fólk, lokaársnemar úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.
Listahópurinn Kaktus samanstendur af sex ólíkum listamönnum, en það eru Ann Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Þau stofnuðu saman lista- og menningarýmið Kaktus í mars árið 2015, en þau reka rýmið í sameiningu ásamt því að hafa sýnt saman.
Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Frekari upplýsingar veita: Jónína Björg Helgadóttir á kaktusdidsomeart@gmail.com eða í
síma 663-2443
Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016
https://www.facebook.com/events/128397090902417
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.