29.4.2016 | 09:56
BEGGJA VEGNA MÚLANS í Mjólkurbúðinni
Hólmfríður Vídalín Arngríms og Sigríður Guðmundsdóttir opna sýninguna BEGGJA VEGNA MÚLANS í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningaropnun hefst laugardaginn 30.apríl kl. 14 og eru allir velkomnir.
BEGGJA VEGNA MÚLANS er samsýning tveggja kvenna. Önnur þeirra er býr á Ólafsfirði og hin á Dalvík. Þetta er önnur sýning þeirra saman þar sem tenging og nálgun verka þeirra eru hafið, fjöllin og himininn.
Hólmfríður Vídalín Arngríms er keramiker á Ólafsfirði. Hún hefur unnið með leir í hart nær 25 ár en hóf nám við Århus kunstakademi Danmörku árið 2009 og útskrifaðist þaðan 17.maí 2012. Hún rekur Kaolín Gallery Skólavörðustíg ásamt 8 konum.
Í dag vinnur Hólmfríður Vídalín fyrst og fremst með abstrakt skúlptúra og nytjahluti sem einstök verk. Í verkum sínum leitar hún fyrst og fremst eftir fegurðinni í ljótleikanum eins og verkin á þessari sýningu bera með sér. Hólmfríður Vídalín hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlendis einnig hefur hún farið á fjöldan allan af námskeiðum t.d. í leir og postulíni, glerbræðslu, japanskri pappírsgerð, textíl, ullarþæfingu sem nýtast henni í listsköpun sinni til framtíðar.
Sigríður Guðmundsdóttir starfar við glerlist á Dalvík
Sigríður Guðmundsdóttir hóf glerbræðslu í desember 2004. Hún sótti námskeið hjá Glit í Reykjavík og Anlaglas í Silkeborg, ásamt því að fá kennara frá Danmörku til Íslands með námskeið. Hún hefur tekið þátt í Handverk og Hönnun í Ráðhúsinu, matarsýningum og fleiri samsýningum. Á Dalvík rekur hún Gallerý á Karlsrauðatorgi 5 þar sem hún býður alla velkomna. Hennar helsta vinna er í nytjahlutum, borðbúnaði og fylgihlutum og segist hún heldur betur vera að taka U-beygju með þessari sýningu.
Sýning Sigríðar Guðmundsdóttur og Hólmfríðar Vídalín Arngríms BEGGJA MEGIN MÚLANS stendur til sunnudagsins 7.maí
www.stjarnan.net
Hofy Art Gallery á facebook
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.