Lefteris Yakoumakis sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13072734_531987750314222_7902085334038165108_o

Sunnudaginn 1. maí kl. 15.00 opnar Lefteris Yakoumakis sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Yfirskrift sýningarinnar er " Það er enginn Guð vestur af Salina ", og fjallar um ferð listamannsins frá Kansas til Kóloradó í Bandaríkjunum.
Lefteris er fæddur í Aþenu árið 1984. Hann nam málun í myndlistadeild Aristotle University í Þessalóniku árin 2003-2008. Hann hefur sýnt verk sín víða, stundað kennslu og ferðast.
Lefteris hefur dvalið hluta úr ári á Siglufirði undanfarin 3 ár og hefur bæjarfélagið og kynni af fólki verið honum innblástur .
www.left-y.com


Þar sem 1. maí er fyrsti sunnudagur í maímánuði mun Lefteris einnig sjá um " Sunnudagskaffi með skapandi fólki " sem hefst kl. 15.30 . Þar mun hann fjalla um verk sín allmennt og teiknimyndabók ( graphic novel ) sem hann er að vinna í samstarfi við Bandaríska rithöfundinn T.Carl Hardy. Bókin er innblásin af Egils sögu.

https://www.facebook.com/events/372887892881728


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband