Hádegisleiðsögn og sýningarlok Rýmisþráða

large_1443549560_large_img_0713_vefur

Fimmtudaginn 22. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina með Ragnheiði Björk Þórsdóttur um sýningu hennar Rýmisþræðir í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, en sýningunni lýkur sunnudaginn 25. október. Ragnheiður Björk tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.

Þræðir tengja Ragnheiði Björk Þórsdóttur við lífið, upprunann og uppsprettuna. Þeir eru í senn efniviðurinn og viðfangsefnið í listsköpun hennar og mynda uppistöðu, ívaf og þannig verkin sjálf. Þráðurinn er eins og blýantur og vefnaður eins og teikning úr þráðum. Það er einhver galdur í vefnaðinum, hann er svo óendanlega tengdur lífinu, örlögum og sögu mannsins á jörðinni. Vefnaður er í senn erfiður andstæðingur og góður vinur sem felur bæði í sér einfaldleika og fjölbreytileika og reynir þannig bæði á líkama og sál.

Eftir brautskráningu frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1984 stundaði Ragnheiður meistaranám í textíl við John F. Kennedy University frá 1984-1985. Hún lauk uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1990 og lauk M.ed. námi frá Háskólanum á Akureyri 2009. Samhliða því að starfa sem textíllistamaður hefur Ragnheiður verið kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri í 27 ár og kennt vefnað, listasögu og hönnunar- og textílsögu. Hún er formaður Félags íslenskra vefnaðarkennara og félagi í Textílfélagi Íslands og SÍM. Ragnheiður var bæjarlistamaður á Akureyri 2014 - 2015.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband