Dagskrá A! Gjörningahátíđar

11143659_1646778675579862_4056346373127741964_o

A! Gjörningahátíđ verđur haldin í fyrsta sinn dagana 3. - 6. september og er stefnt ađ ţví ađ hún verđi ađ árlegum viđburđi. Á dagskrá eru 14 fjölbreyttir gjörningar auk „off venue“ viđburđa og vídeólistahátíđarinnar heim. A! Gjörningahátíđ er lokahnykkurinn á Listasumri á Akureyri sem var endurvakiđ í byrjun júní, eftir nokkurra ára hlé, međ yfir 200 viđburđum á dagskránni.

Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviđslistafólks er á dagskrá A!  Međal ţeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriđpleir.

A! fer fram víđsvegar um Akureyri og teygir anga sína til Hjalteyrar. Međal annars verđa settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, endurvinnsluskemmu Gúmmívinnslunnar, Verksmiđjunni á Hjalteyri og nokkrir gjörningar verđa í Menningarhúsinu Hofi og í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Ókeypis verđur á alla viđburđi A!

Dagskráin hefst međ pompi og prakt kl. 17 á morgun, fimmtudaginn 3. september, í Hamragili í Hofi međ framlagi Leikfélags Akureyrar og Hofs, Drengurinn međ táriđ, en sá gjörningur verđur fluttur í ţremur hlutum og fara seinni tveir fram föstudag og laugardag. Hvern gjörninginn mun reka annan og lokahnykkurinn verđur á laugardagskvöldiđ í Réttarhvammi og á Hjalteyri ţar sem Anna Richardsdóttir fremur međal annars gjörninginn Hjartađ slćr, endurvinnsla á konu og Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna Salt Vatn Skćri. Bođiđ verđur upp á rútuferđ frá Hótel Kea kl. 21.45 sem kemur viđ í Réttarhvammi og ekur síđan til Hjalteyrar. Haldiđ verđur aftur til Akureyrar á miđnćtti.

Opiđ hús verđur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi kl. 11 sunnudaginn 6. september ţar sem bođiđ verđur til umrćđna og morgunverđar. Ţar munu allir listamennirnir koma saman og rćđa gjörningana. Allir bođnir velkomnir.

Ađ hátíđinni standa Listasafniđ á Akureyri, Leiklistarhátíđin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiđstöđ íslenskrar myndlistar međ stuđningi frá Myndlistarsjóđi.

Allar nánari upplýsingar má sjá á heimasíđu Listasafnsins á Akureyri, listak.is, og á Facebooksíđu A!

Dagskrá A!


Fimmtudagur 3. september

17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn međ táriđ  (35 mín)

18.00 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir
Embodiment, a drawing in space (30 min)

21.00 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Freyja Reynisdóttir / Brák Jónsdóttir
Hvađ var ég ađ hugsa? (30 mín)

 
Föstudagur 4. september

17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn međ táriđ (35 mín)

18.00 Hof, Hamrar
Katrín Gunnarsdóttir
Saving History (40 mín)

20.30 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Snorri Ásmundsson
Stórtónleikar (45 mín)

21.30 Kirkjutröppurnar
Örn Ingi Gíslason
Dynjandi (9 min)

22.00 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Choreography Rvk 
Dansioki (60 mín) 


Laugardagur 5. september

15.00 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Kriđpleir
Tiny guy (80 mín)

17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn međ táriđ (35 mín)

18.00 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Magnús Pálsson
Vakning (15 min)

21.00 Blá Endurvinnsluskemma hjá Gúmmívinnslunni
Anna Richardsdóttir
Hjartađ slćr, endurvinnsla á konu (60 mín)

22.00 Verksmiđjan á Hjalteyri
Hekla Björt Helgadóttir
Salt vatn skćri (60 min)


Sunnudagur 6.9

11.00 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús
Sameiginlegt
Morgunverđur (60 mín)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband