Opnanir og tónleikar á Listasumri um helgina

LefterisYakoumakis-768x1024

Listasumar á Akureyri heldur áfram og margt er um að vera um helgina. Fimmtudaginn 13. ágúst verður ljóðaupplestur í Davíðshúsi Gef mér ást til alls hins góða – trúin í ljóðum Davíðs Stefánssonar kl 15, umsjón með dagskrá er í höndum Valgerðar H. Bjarnadóttur. Og í kvöld verða í Deiglunni í Listagilinu Vandræðagangur í Gilinu, tónleikar með Vandræðaskáldunum og hefjast tónleikarnir kl. 21 þar sem þau munu flytja lög úr væntanlegri sýningu sinni Útför – saga ambáttar og skattsvikara og eru tónleikarnir ókeypis.

Um helgina, föstudag verður opnun á sýningunni Sápa í Útibúinu á við Lista og menningarrýmið Kaktus þar sem að ung og upprennandi listakona, Brák Jónsdóttir mun bjóða óhreinum gestum upp á allsherjar þvott og hefst þvotturinn kl. 13.

Á laugardaginn er loka helgi tveggja sýninga í Sal Myndlistafélagsins, Fyrst og fremst ég er, ljósmyndir Siggu Ellu samanstanda af portrettmyndum af tuttugu og einum einstaklingi með Downs heilkennið á aldrinum 9 mánaða til 60 ára. Náttúrupælingar 1 er einnig sýning í Sal Myndlistafélagsins og þar sýnir Stefán Bessason olíumálverk, landslögð.

Gríski listamaðurinn Lefteris Yakoumakis opnar sýninguna “Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið” í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 15. ágúst þar sem að hann veltur upp efasemdum sínum um birtingarmynd kapitalismans í íslensku samfélagi.  Lefteris Yakoumakis er fæddur í Aþenu, Grikklandi árið 1984. Hann nam myndlist við Aristotle Háskólann í Thessaloniki þar sem hann sérhæfði sig í málverki. Hann hefur sýnt verk sín í Grikklandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Árið 2010 var gestalistamaður í Herhúsinu á Siglufirði og síðan þá hefur hann dvalist þar reglulega og unnið við fiskvinnslu.

Í Deiglunni í Listagilinu opnar Sverrir Karlsson ljósmyndasýninguna Landshorn á laugardaginn kl. 14. Stefán er áhugaljósmyndari og um ræðir landslagsmyndir héðan og þaðan af landinu.

Græni Hatturinn stendur fyrir sínu þar sem að Hundur í óskilum munu spila fyrir gesti á föstudaginn og Hvanndalsbræður á laugardagskvöldið.

Þetta og margt fleira framundan á Akureyri á næstunni.

http://www.listasumar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband