15.8.2015 | 08:45
Opnanir og tónleikar á Listasumri um helgina
Listasumar á Akureyri heldur áfram og margt er um að vera um helgina. Fimmtudaginn 13. ágúst verður ljóðaupplestur í Davíðshúsi Gef mér ást til alls hins góða trúin í ljóðum Davíðs Stefánssonar kl 15, umsjón með dagskrá er í höndum Valgerðar H. Bjarnadóttur. Og í kvöld verða í Deiglunni í Listagilinu Vandræðagangur í Gilinu, tónleikar með Vandræðaskáldunum og hefjast tónleikarnir kl. 21 þar sem þau munu flytja lög úr væntanlegri sýningu sinni Útför saga ambáttar og skattsvikara og eru tónleikarnir ókeypis.
Um helgina, föstudag verður opnun á sýningunni Sápa í Útibúinu á við Lista og menningarrýmið Kaktus þar sem að ung og upprennandi listakona, Brák Jónsdóttir mun bjóða óhreinum gestum upp á allsherjar þvott og hefst þvotturinn kl. 13.
Á laugardaginn er loka helgi tveggja sýninga í Sal Myndlistafélagsins, Fyrst og fremst ég er, ljósmyndir Siggu Ellu samanstanda af portrettmyndum af tuttugu og einum einstaklingi með Downs heilkennið á aldrinum 9 mánaða til 60 ára. Náttúrupælingar 1 er einnig sýning í Sal Myndlistafélagsins og þar sýnir Stefán Bessason olíumálverk, landslögð.
Gríski listamaðurinn Lefteris Yakoumakis opnar sýninguna Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 15. ágúst þar sem að hann veltur upp efasemdum sínum um birtingarmynd kapitalismans í íslensku samfélagi. Lefteris Yakoumakis er fæddur í Aþenu, Grikklandi árið 1984. Hann nam myndlist við Aristotle Háskólann í Thessaloniki þar sem hann sérhæfði sig í málverki. Hann hefur sýnt verk sín í Grikklandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Árið 2010 var gestalistamaður í Herhúsinu á Siglufirði og síðan þá hefur hann dvalist þar reglulega og unnið við fiskvinnslu.
Í Deiglunni í Listagilinu opnar Sverrir Karlsson ljósmyndasýninguna Landshorn á laugardaginn kl. 14. Stefán er áhugaljósmyndari og um ræðir landslagsmyndir héðan og þaðan af landinu.
Græni Hatturinn stendur fyrir sínu þar sem að Hundur í óskilum munu spila fyrir gesti á föstudaginn og Hvanndalsbræður á laugardagskvöldið.
Þetta og margt fleira framundan á Akureyri á næstunni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.