Listamannsspjall með Margréti Jónsdóttur í Flóru

1897806_984245711606524_5382399653113585610_n

Fimmtudaginn 18. júní kl. 20 verður listamannsspjall með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar „Kjörklefinn” í Flóru. Hér gefst tækifæri til að ræða verkið og feril Margrétar sem spannar 30 ár. Listamannsspjallið er hluti af Listasumri á Akureyri. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Kjörklefinn er innsetning sem gerð er til að heiðra minningu Vilhelminu Lever sem kaus fyrst kvenna hér á landi árið 1863 sem var 52 árum áður en kosningaréttur kvenna var lögleiddur á Íslandi. Með áræðni sinni og kjarki ruddi hún braut kvenna og ennþá 152 árum síðar getur hún verið konum sú fyrirmynd um að láta ekki kúga sig eða dæma sem annars flokks borgara vegna kynferðis.

Margrét Jónsdóttir fæddist á Akureyri árið 1961. Hún dvaldi í Danmörku frá 1979 - 1985, þar sem hún nam leirlist við Listiðnaðarskólann í Kolding. Margrét hefur starfað á Akureyri að sinni list allt frá útskrift fyrir 30 árum. 
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á Íslandi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar, þar á meðal sýninguna „Hvítir Skuggar“ í Listasafninu á Akureyri árið 2009. 

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.

Margrét Jónsdóttir
Kjörklefinn 
16. júní - 16. ágúst 2015
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is/
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/888890104482666

https://www.facebook.com/events/897517513624345


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband