Ljósmyndarinn Annie Ling opnar sýninguna "Einstæðar mæður" í Mjólkurbúðinni

11058050_10152880472767231_7345396651460574730_n

Á kvennafrídaginn 19.júní opnar ljósmyndarinn Annie Ling sýninguna "Einstæðar mæður" í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri kl. 15-17 og eru allir velkomnir.

Annie Ling dvaldist sem gestalistamaður í Listhúsi á Ólafsfirði á skammdegishátíð 2015. Þá vann hún hin ýmsu verkefni og þar á meðal heimildaverkefnið "Einstæðar mæður" sem hún sýnir nú í Mjólkurbúðinni í tilefni 100 ára kosningarafmæli kvenna á Íslandi.

Annie Ling er frá Kanada, búsett í Brooklyn New York og starfar sem heimildaljósmyndari og hafa verk hennar verið valin til birtingar í The New York Times og New Yorkers Magazine. Annie hefur hún sýnt verk sín víða um heim s.s. í suður Kóreu, Þýskalandi, Kanada, Finnlandi, Ungverjalandi, Brasilíu og víða um Bandaríkin, og nú á Íslandi.

Sýningin er aðeins 19.-20.júní og eru allir velkomnir.

Annie Ling: www.annielingphoto.com
s.6669169

Mjólkurbúðin s. 8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband