16.6.2015 | 22:30
RÓT opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
Laugardaginn 20. júní kl. 15 verður opnuð sýningin RÓT í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Hvað gerist þegar hópur skapandi einstaklinga kemur saman til að vinna að sameiginlegri hugmynd? Ómögulegt er að sjá það fyrir, en niðurstaðan verður áhugaverð. RÓT varð til einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar.
Á sýningunni sameinast listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Verkin eru unnin samdægurs og sýnd. Hver dagur hefst á hugflæði þar sem allar hugmyndir eru viðraðar þangað til rótin, sem allir geta unnið út frá, er fundin. Þannig þróast sýningin og breytist fyrstu tvær vikur verkefnisins og í aðrar tvær vikur verða þau til sýnis. Allt ferlið er opið gestum og gangandi.
Vinnudagar sýningarinnar eru þriðjudagarnir 23. júní og 30. júní, fimmtudagarnir 25. júní og 2. júlí og laugardagarnir 20. júní, 27. júní og 4. júlí. Að þeim dögum loknum verður sýningin opin þriðjudaga sunnudaga kl. 10-17. RÓT stendur til 19. júlí.
https://www.facebook.com/events/1609331642649124
http://www.listak.is
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.