Atli Tómasson opnar í Útibúinu

11393438_623948287739617_1034544563532175994_o

Laugardaginn 20. júní kl. 14:00 opnar sýningin Brotnar Myndir eftir Atla Tómasson í Útibúinu. Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna! Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015

Á sýningunni verða ljósmyndir sem eru grafnar í íslenskt fjörugrjót, ljósmyndirnar eru teknar eftir fyrsta ferðalag listamannsins á Snæfellsnesi.

Atli Tómasson er fagurlistnemi í Myndlistaskólanum á Akureyri og er að byrja á öðru ári. Atli er útskrifaður úr Menntaskólanum á Tröllaskaga á fagurlistabraut og listljósmyndabraut. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Norðurlandi og ljósmyndasýningu í Bandaríkjunum. Einnig hefur hann haldið þrjár einkasýningar á Ólafsfirði og Siglufirði. Verk Atla má sjá á heimasíðu hans www.atlitomasson.com

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, netfang heiddis.holm (hjá) gmail.com eða í síma 848-2770.

https://www.facebook.com/events/400145896838845


<<>>

Exhibition opening! Broken Images by Atli Tómasson opens on saturday, june 20th at 14:00 in Útibúið/The Branch, somewhere in the Art Street, Akureyri.

Atli will be exhibiting photographs engraved in stones found on an icelandic beach. The images were captured during the artists first trip to Snæfellsnes.

Atli Tómasson is a 2nd year student in Akureyri School of Visual Art. He graduated from MTR, upper-secondary school after studying fine arts and art photography. Atli has had three solo shows in Ólafsfjörður and Siglufjörður
and participated in group shows in North Iceland and a photography show in the US. For further information on the artist and works, see homepage www.atlitomasson.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband