4.5.2015 | 22:06
Sköpun bernskunnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
Laugardaginn 9. maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, tíu starfandi myndlistarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.
Þemað er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna, sem fást við bernskuna í víðum skilningi, og verkum eftir börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert.
Þátttakendur sýningarinnar: Bergþór Morthens og börn hans Vilmundur Ernir og Indíana, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hjördís Frímann, Hrönn Einarsdóttir, Ólafur Sveinsson, Rósa Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson, Samúel Jóhannsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve og börn þeirra Logi og Ylva, Glerárskóli, Oddeyrarskóli, Brekkuskóli, Hlíðarskóli, Naustaskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Síðuskóli, Tröllaborgir, Iðavöllur, Naustatjörn, Kiðagil, Hlíðaból, Hulduheimar, Lundarsel og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.
Sýningarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
https://www.facebook.com/events/1628330777381376
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.