Katrín Erna Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Mjólkurbúðinni

11201199_10152774308767231_7550053920477511145_n

Katrín Erna Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu BROT/FRACTURES í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri föstudaginn 1.maí kl.15.

Katrín sýnir hér sín nýjustu verk sem unnin eru með vatnslitum á brotinn pappír.
Verkin eru innblásin af rannsóknum hennar á einfaldleika línunnar og tilraunum til að samþætta skúlptúrgerð og teikningu.

Katrín lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands en hóf myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum á Akureyri sex ára gömul. Þetta er hennar fyrsta einkasýning eftir útskrift úr LHÍ.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og eru allir hjartanlega velkomnir.

Katrín Erna http://katrinerna.com/cv


Mjólkurbúðin s. 8957173
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband