Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Flóru

11044641_936343513063411_6207999346905308453_n

Freyja Reynisdóttir        
EF ÉG VÆRI FUGL SEM HEITIR SÚRMJÓLK
14. mars - 4. apríl 2015
Opnun laugardaginn 14. mars kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/451207511704001

Laugardaginn 14. mars kl. 14 opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna “EF ÉG VÆRI FUGL SEM HEITIR SÚRMJÓLK” í Flóru á Akureyri.

Til sýnis verða sex akrílmálverk unnin út frá spurningunni, hvernig lít ég út ef ég væri fugl sem heitir Súrmjólk. Hvert málverk er svar við þeirri spurningu, en hana spurði Freyja sig sex sinnum. Freyja hefur ákveðið að svara þeirri spurningu aldrei aftur.

Freyja Reynisdóttir, f.1989 í Reykjavík, býr og starfar á Akureyri. Undanfarið ár hefur Freyja starfað sem myndlistarmaður hér á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku og í Bandaríkjunum ásamt því að hafa stofnað og rekið sýningarrými, séð um sýningar- og verkefnastjórnun og unnið að fjölbreyttum samstarfsverkefnum og einkasýningum. Freyja vinnur innsetningar, málverk, skúlptúra, hljóðverk og gjörninga en einnig skrifar hún texta. Nú síðast hefur hún unnið mikið í samstarfi við aðra listamenn í listsköpun og þróun hugmynda í rannsókn sinni á samfélaginu.
Verk hennar lýsa oft óvenjulegum fantasíum og súrrealískum aðstæðum sem fjalla um tilfinningalegu hliðar okkar sameiginlega veruleika sem við deilum í gegn um reynslu, minningar og samskipti. Hún hefur óbilandi áhuga á hugmyndum mannkyns um himingeiminn og stöðu okkar innan hans þar sem við sameinumst og tvístrumst í tilraunum til að svara spurningum sem hvergi eiga rétt svör.
Nánari upplýsingar um verk Freyju: http://www.freyjareynisdottir.com

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru fimmtudaga kl. 11-18, föstudaga kl. 11-16 og laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til laugardagsins 4. apríl 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Freyja Reynisdóttir í sivonigaba@gmail.com og í síma  663 7710.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband