16.2.2015 | 11:31
Endalaus innblástur, Margeir Dire með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Margeir Dire fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Endalaus innblástur. Á fyrirlestrinum veltir Margeir fyrir sér þeirri áráttu sinni að búa eitthvað til úr öllu því sem hann hefur upplifað. Í kjölfarið fer hann yfir sköpun sína í gegnum tíðina og ástæður hennar.
Margeir Dire nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann er þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum.
Þetta er fimmti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is
https://www.facebook.com/events/414270212068620
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.