Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

untitled

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar einkasýninguna Shakti í Mjólkurbúðinni Listagili á laugardaginn 21.febrúar kl. 14.

Helga Sigríður um sýninguna:

 Orðið shakti vísar til frumsköpunarorku alheimsins. Orðið kemur úr
 Sanskrít og er dregið af orðinu shak sem þýðir " að geta". Sanskrít er
 ævaforn helg indversk mállýska. Shakti er lýst sem guðlegum
 sköpunarkrafti. Þegar shakti persónugerist birtist orkan sem hin guðlega
 móðir sem hefur mátt til að koma jafnvægi á allt sem er. Shakti er að
 baki allri hreyfingu og umbreytingu í alheiminum. Án shakti væri allt
 stopp. Shakti gerir lífi fært að koma inn í þennan heim og er að baki
 öllu sem blómstrar á jörðu.

Myndlistasýningin Shakti stendur til 1.mars og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Allir velkomnir



Helga Sigríður Valdemarsdóttir helgasigridur@internet.is
Mjólkurbúðin s. 8957173
https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband