SALT VATN SKÆRI annar kafli fyrsta hluta

10649845_706137482828509_8821029636320615354_n

SALT  VATN  SKÆRI
er heiti á óútgefinni nóvellu og víðþættu samstarfsverkefni Freyju Reynisdóttur og Heklu Bjartar Helgadóttur en bókin er áætluð til útgáfu síðar á árinu 2015, ásamt stuttmynd. SALT VATN SKÆRI  á upphaf sitt að rekja aftur til bernsku og hófst sem lítil saga sem Hekla sagði sjálfri sér frá fimm ára aldri. Hún byggðist upp og hélt áfram að auðgast eftir því sem árin liðu og beinin uxu og í dag er hún orðin að sviðssetningu.

Verkefnið fer fram í íbúð í listagilinu á Akureyri að Kaupvangstræti 23, andspænis Listasafni Akureyrar. Íbúðin er að tveimur þriðju hlutum síbreytilegt sýningarrými og viðburðarstaður þar sem Freyja og Hekla búa tímabundið saman og starfa fullu starfi, gagngert fyrir verkefnið. Á þessu tímabili halda þær sex reglulegar opnanir annað hvert föstudagskvöld með lifandi viðburðum og frumsýningum á túlkun textans en aðrir minni viðburðir gætu átt sér stað, ef svo hentar verkefninu.

Samstarfið er í raun yfirstandandi 14 vikna gjörningur sem felur í sér að lifa sig í gegnum og að túlka texta nóvellunnar í myndlistarverkum en verkefnið snýr fyrst og fremst að listrænni túlkun og þróun sögunnar. Nóvellan er þrískipt og heita hlutar hennar eftir megin táknum sögunnar: Salt, vatn og skæri. Þessi tákn eru síendurtekin og gegnumgangandi í atburðarásinni og marka andvara og ástand söguheimsins og persónanna sjálfra. Samstarfið hefur hingað til reynst mjög krefjandi og persónulegt viðfangsefni en Freyja og Hekla vinna meðal annars að því að kynnast og komast inn í hugarheim hvor annarrar þar sem mörkin milli þeirra eigin hversdagsleika og söguheims bókarinnar eru óskýr.

Fyrir samstarfið hefur nóvellunni verið skipt niður í sex parta, einn fyrir hverja opnun og á föstudagskvöldið 30. janúar átti fyrsta opnun sér stað: “SALT: pappírsdagar”, með upplestri Heklu úr kaflanum pappírsdagar, og frumsýningu myndbandsverks Freyju fyrir fullu húsi.

Nú næstkomandi föstudagskvöld verður seinni partur fyrsta hluta nóvellunnar frumsýndur: “SALT: cul de sac”.

Húsið opnar klukkan 20:00 og viðburðurinn hefst á slaginu 20:30
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Laugardaginn 14. febrúar verður húsið svo opið frá 14:00 - 16:30 fyrir þá sem ekki gátu komist daginn áður. Það verður þó aldrei eins og á opnun.

Freyja Reynisdóttir, f.1989 í Reykjavík, býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist vorið 2014 frá Myndlistaskólanum á Akureyri með hæstu einkunn og hefur síðan starfað sem myndlistarmaður hér á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og í Bandaríkjunum ásamt því að hafa stofnað sýningarrými, séð um sýningar- og verkefnastjórnun og unnið að fjölbreyttum samstarfsverkefnum og einkasýningum. Verk hennar lýsa oft óvenjulegum fantasíum eða súrrealískum aðstæðum og persónum sem fjalla um tilfinningalegu hliðar okkar sameiginlega hversdagsleika sem við öll deilum í gegnum reynslu okkar, minningar og samskipti. Hún hefur óbilandi áhuga á hugmyndum mannkyns um himingeiminn og stöðu okkar innan þess óendanlega og óskiljanlega, og því tungumáli sem við temjum okkur varðandi svör stærstu spurninganna, meðal annars í gegnum heimspeki og trúfræði. Hún vinnur innsetningar, videoverk, olíu og akrílmálverk, skúlptúra, hljóðverk og gjörninga en einnig skrifar hún texta. Undanfarið hefur hún unnið mikið í samstarfi við aðra listamenn í listsköpun og þróun hugmynda í rannsókn sinni á samfélaginu.

Hekla Björt Helgadóttir er fædd 1985 á Akureyri og býr þar og starfar sem myndlistamaður, ljóðskáld og rithöfundur. Hekla hefur einnig starfað og sýnt myndlist og flutt texta í Reykjavík, Þýskalandi og Danmörku og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum ásamt einkasýningum. Hekla hefur unnið sem listrænn stjórnandi í grasrótargallerí sínu Geimdósinni á Akureyrir, og tekið að sér sýningarstjórn og umsjón með bókun listamanna hjá Listasafninu á Akureyri. Hún hefur einnig starfað sem listrænn hönnuður á kynningarefni og myndefni fyrir Leikhúsið á Akureyri, og hannað sviðsmynd fyrir Fuglasafnið í Svarfaðardal. Leikræn túlkun og sviðssetning spilar stóran þátt í verkum hennar og árið 2013 setti hún upp eigið sviðslistaverk hjá Leikfélagi Akureyrar. Hekla vinnur ljóð og textaverk og hefur tekið víðþættan þátt í ýmiskonar ljóðastarfssemi og skipulagt viðburði á því sviði. Hún vinnur meðal annars skúlptúra, innsetningar og málverk þar sem verkin eru iðulega innblásin af textum hennar, og endanleg birtingarmynd er oftar en ekki í formi gjörninga og leikinna myndbandsverka. Verk Heklu einkennast af töfraraunsæi og súrrealískum blæbrigðum undirmeðvitundar með persónulegri nálgun. Hún leitar í heimspeki, táknfræði og listasögu, auk þess að vinna alveg abstrakt út úr mannlegu kerfi.



www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla

www.freyjareynisdottir.com

https://www.facebook.com/events/1586996484868947

______________________________________________

Reyndar... á ég köku handa þér.

-Hvernig kaka er það?

Hún heitir cul de sac.

-Hvað þýðir cul de sac?

cul de sac? Það þýðir eiginlega...blindgata. Eins og vegur sem skyndilega endar og þú kemst ekki áfram.

-Er þessi kaka þá blindkaka?

Já...ég held það...hún er allavegana algerlega tilgangslaus.
______________________________________________

Actually...I have a cake for you.

-What kind of cake?

It's name is cul de sac.

-What does cul de sac mean?

cul de sac? That kind of means...a dead end street. Like a road that suddenly ends and you cant go any further.

-Then is it a dead end cake?

Yes...I think so...at least it is completely pointless. 
______________________________________________
First Part

SALT: cul de sac

Second opening of the SALT WATER SCISSORS manuscript and collaboration will be held this Friday evening. The second part of the story goes by the name of "cul de sac" and with this event people are invited to witness its premiere. 

The story is split into three parts and each part is named after its main symbol: SALT, WATER and SCISSORS. These symbols are recurrent throughout the story and its events and give a tone to the attitude and mood of the world and the characters of the manuscript. 

Freyja Reynisdóttir and Hekla Björt Helgadóttir are the people behind this collaboration. They live and work together during its realisation at Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

The house opens at 20:00 and the show starts at the minute 20:30.

Everybody is invited.

Saturday 14. februar, the house will be open from 15:00-17:00 where remnants of the event will be up for display for people who did not make it the day before.

www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband