Pi Bartholdy með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_pi_bartholdy_vefur

Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 17 heldur danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listljósmyndir Pi. Þar mun hún ræða fyrri verk sín en einnig þau sem hún er að vinna að þessi misserin. Pi er útskrifuð frá danska listljósmyndaskólanum Fatamorgana 2011 og úr mastersnámi frá Escuela de Fotografia Y Centro de Imagen í Madrid 2012.

Þetta er fjórði Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Margeir Dire Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.

http://pi-bartholdy.com

https://www.facebook.com/events/414270212068620

http://www.listak.is

1hjres117


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband