28.1.2015 | 21:03
Salt: Pappírsdagar / Salt: Paperdays
FYRSTI HLUTI
SALT: Pappírsdagar
(english description at bottom)
Á föstudagskvöld verður fyrsta opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI. Fyrsti hluti bókarinnar heitir SALT og á föstudagskvöldinu gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu Salts.
Sagan er þrískipt nóvella og heita hlutarnir eftir megin táknum sögunnar: SALT, VATN og SKÆRI. Þessi tákn eru síendurtekin og gegnumgangandi í atburðarásinni og marka andvara og ástand söguheimsins og persónanna sjálfra.
Að verkefninu standa Freyja Reynisdóttir og Hekla Björt Helgadóttir, en þær búa og starfa saman að SALT VATN SKÆRI í Kaupvangsstræti 23 í Listagilinu á Akureyri.
Húsið opnar klukkan 20:00 og sýningin byrjar á slaginu 20:30
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Laugardaginn 31. janúar verður húsið svo opið frá 14:00 - 17:00 þar sem leifar þessa fyrsta atburðar verða til sýnis fyrir þá sem ekki gátu komist daginn áður.
www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla
______________________________________________
höfuðið hús
stundum kalt og dimmt.
kringt garði og trjám.
mosavaxin gólf.
Pappírsborð.
Lykt af blautri mold
og dísæt angan
af rotnandi laufi og ávöxtum
það er lín mitt og kör
og ég ligg
og ég horfi upp í bylgjandi græna blævængi
Í eldhúsinu flæðir hafið um gólfflötinn
ég veð saltið á tánum
og sýð í pottum
rotnandi lauf og ávexti
það er líf mitt og slör
hinnar vatnsbláu brúðar hússins
_______________________________________________
First Part
SALT: Paperdays
First opening of the SALT WATER SCISSORS manuscript and collaboration will be held this Friday evening. The first part of the story goes by the name of Salt and with this event people are invited to witness its premiere.
The story is split into three parts and each part is named after its main symbol: SALT, WATER and SCISSORS. These symbols are recurrent throughout the story and its events and give a tone to the attitude and mood of the world and the characters of the manuscript.
Freyja Reynisdóttir and Hekla Björt Helgadóttir are the people behind this collaboration. They live and work together during its realisation at Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
The house opens at 20:00 and the show starts at the minute 20:30.
Everybody is invited.
Saturday 31. January, the house will be open from 14:00-17:00 where remnants of the event will be up for display for people who did not make it the day before.
www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla
https://www.facebook.com/events/1532601253688298
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.