Þriðjudaginn 27. janúar kl. 17 heldur hljómsveitin Hundur í óskilum, skipuð þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hundalógík. Þar munu þeir félagar velta fyrir sér Hundi í óskilum og hvort eitthvað sé á bak við hann.
Hundur í óskilum varð til í leikfélagspartíi á Dalvík fyrir 20 árum og ætlaði sér aldrei stóra hluti. Þrátt fyrir litlar væntingar í upphafi hefur hljómsveitin troðið upp við fjölbreyttar aðstæður beggja vegna Atlantsála, gefið út tvær plötur án þess að fara í stúdíó, haldið úti óskalagaþætti í útvarpi fyrir minnihlutahópa, haldið uppi innanlandsflugi Flugfélags Íslands, starfrækt tveggja manna leikhús og hlotið tvær grímur fyrir leikhústónlist en aldrei sungið í Frostrósum.
Þetta er annar Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Arnar Ómarsson, Pi Bartholdy, Margeir Dire Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
Hér eru allir fyrirlestrarnir í tímaröð:
13.1. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM
27.1. Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, Hundar í óskilum
3.2. Arnar Ómarsson, myndlistarmaður
10.2. Pi Bartholdy, ljósmyndari
17.2. Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður
24.2. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor
3.3. Elísabet Ásgeirsdóttir, myndlistarkona
10.3. Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona
17.3. María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður
24.3. Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
31.3. Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA
http://listak.is/
https://www.facebook.com/events/414270212068620
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.