Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM á fundi í Sal Myndlistarfélagsins

large_1421080190_jona_vefur

Næstkomandi miðvikudagskvöld 21. janúar gefst okkur frábært tækifæri á að hitta hana Jónu Hlíf Halldórsdóttur formann SÍM þar sem hún ætlar að fjalla um starfsumhverfi myndlistarfólks á Íslandi. Fundurinn er á vegum SÍM og Myndlistarfélagsins og hefst hann kl.20.00 í salnum okkar að Kaupvangsstræti 10.  
Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á fundinn því viðfangsefnið snertir okkur mörg ef ekki öll sem störfum við myndlist á Akureyri.  Miklar breytingar hafa t.d. orðið á vinnuaðstöðu þeirra listamanna sem áttu pláss í Listasafninu en hafa þurft að yfirgefa það og finna sér nýtt. Margir hafa ennþá ekki fundið sér pláss og eru í miklum vandræðum. Myndlistarfélagið er hagsmunafélag myndlistarmann og höfum við sem sitjum í stjórn mikinn áhuga á því að kynna okkur starfsemi SÍM betur hvað varðar þessi málefni og vinna að þeim með ykkur. Við viljum síður en svo að aðstæður sem þessar og óstöðugleiki skapist í okkar vinnuumhverfi og nú höfum við tækifæri á miðvikudaginn að læra og nýta okkur hugmyndir annarra listamanna sem komnir eru lengra en við á þessu sviði. Breyttar aðstæður gætu opnað dyr að nýjum og spennandi tækifærum fyrir okkur :)

Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband