Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

10476478_10203009428973451_8047503220761432940_o

SÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU
Sunnudaginn 12. okt. 2015  kl. 14.00 - 17.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber titilinn Norðurátt.


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir stórt akrýlmálverk á dúk (160 x 3 m) og nokkur lítil  (30 x 30 cm) olíumálverk. Guðrún Pálína var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi hálft ár í Berlín og er sýningin  brot af vinnu hennar þar.
Í málverkum sínum reynir hún að hafa alla teikningu sem einfaldasta og láta litina og kraft þeirra njóta sín sem best og áferð efnisins.
Hún vann að tvenns konar málverkum í Berlín, annars vegar portrettmyndir og hinsvegar einhvers konar landslagsmyndir þar sem óblandaður liturinn flæðir um myndflötinn og blandar litatónana sjálfur, þegar hann rennur saman.
Guðrún Pálína hefur verið starfandi myndlistarmaður að framhaldsnámi loknu í Hollandi 1989. Hún hefur verið búsett og starfandi á Akureyri síðan 1991 meðal annars sem framkvæmdastjóri Listasumars, starfrækt Gallerí + í Brekkugötu, er safnakennari við Listasafnið á Akureyri og hefur setið í stjórn Myndlistafélagsins.  þetta er hennar fyrsta sýning á Siglufirði.

FLÓAMARKAÐUR
Þennan sama sunnudag verður efnt til flóamarkaðs í sal Alþýðuhússins og Búðin verður opin í fyrsta sinn með litla skúlptúra og lágmyndir eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.

Heitt á könnunni og léttar veitingar, allir velkomnir, en athugið að ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar eru bakhjarlar Alþýðuhússins.

https://www.facebook.com/events/537212593089540


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband