Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Geimdósinni

Kar%C3%B3-295x300

Sumarsýningar Geimdósarinnar í Gilinu halda áfram. Karólína Baldvinsdóttir er næsti geimfari dósarinnar og opnar sýningu þar á morgun, laugardaginn 21. júní, kl. 20. Eins og aðrir dósarar fékk Karólína ljóð eftir Heklu Björt Helgadóttur til að vinna með, en það hljóðar svo:

Árabátur Pípuhattur

Á meðan ég var í burtu, byggði systir mín þetta hús
og hún fyllti það af kuðungum og alls konar málum
og oft lagði hún kuðung að eyranu…
og nokkrum sinnum á dag, hellti hún nýju kaffi í málin
en ég lét aldrei í mér heyra…
og ég kom aldrei til að hlusta
og ég er alltaf á leiðinni, en þokusál í fjöru
marandi í málinu, með barrnálar í vösum
gjafir rekandi skóga, stungur undir nöglum
og ég óska þess að faðmur minn
boði henni meira, en orðin sem ráku á fjöruna
orð sem ég aldrei sagði
orð sem hún aldrei heyrði
oh…. reikula þokusál
lífstyrða hræða
og systir mín er árabátur, hún leitar mín á sjónum
og ég vildi ég væri stór pípuhattur
sem ver hana frá stormum

Karólína er nýútskrifuð af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri. Þar vann hún m.a. stóra innsetningu með skúlptúr, málverki og camera obscura. Karólína heldur auk þess úti síðu þar sem skoða má verk hennar og vinnu nánar.

Léttar veitingar verða í boði við opnunina og eru allir hjartanlega velkomnir – sérstaklega þeir sem mæta með pípuhatt…

Tekið af akv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband