LJÓSMYNDASÝNING Á BÓKASAFNI HÁSKÓLANS Á AKUREYRI, MARGRÉT ELFA JÓNSDÓTTIR "NÆRMYNDIR"

Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16:00 – 18:00 opnar Margrét Elfa Jónsdóttir fyrstu einkasýningu sína á Bókasafni Háskólans á Akureyri.

Margrét Elfa Jónsdóttir er fædd  á Akureyri árið 1961.
Hún hef alltaf haft gaman að því að taka myndir, en byrjaði fyrir alvöru árið 2011 eftir að hafa eignaðist fyrstu EOS myndavélina.  
Hún er meðlimur í ÁLFkonum og hefur það reynst mikil hvatning en hópurinn hittist vikulega og fara t.d. ljósmyndaferðir saman.
Macromyndataka hefur alltaf heillað Elfu og eru þannig myndir meginþemað á þessari sýningu, sem hún kallar Nærmyndir.
Þetta er fyrsta einkasýning Margrétar Elfu en hún hefur unnið til margra viðurkenninga á ýmsum vefmiðlum en einnig verið með í samsýningum bæði með ÁLFkonum og ÁLKA.

Opnunartími er:  mán., mið. og fös.: kl. 8:00 - 16:00 og þri. og fim.: kl. 8:00 - 18:00. Lokað um helgar. Allir eru velkomnir!

https://www.facebook.com/events/576176105806155/?previousaction=join&source=1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband