Guðrún Þórisdóttir opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

pastedgraphic-2.jpg

img_3513.jpg

Laugardaginn 9. nóvember opnar listakonan Garún sýningu sína LYKKJUFÖLL OG SKUGGADANS í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri.
Á sýningunni eru verk unninn með blandaðri tækni þar sem vírinn fær hlutverk bleksins í skyssugerð. Hugmyndin var að hrávinna verkin en að leyfa skuggunum sem varpast frá verkinu að fullskapa myndina.
Eldri verk fá að fljóta með og eru þau einnig unnin með blandaðri tækni, sem og nokkrir “furðufuglar” búnir til úr rekaviði.
Um Garúnu:
Guðrún Þórisdóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Frumburður föður, örverpi móður eða með öðrum orðum frumvarp!
Guðrún stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri 1990-1994, útskrifaðist úr málunardeild. Hún hefur síðan þá starfað að myndlistinni, og verið með vinnustofu/ Gallerý í 8 ár í Ólafsfirði. Garún hlaut menningastyrk Sjává árið 2000 og var bæjarlistamaður fjallabyggðar árið 2012. Hún dvaldi í Gmund Austurríki árið 1996 sem gestalistamaður.
Guðrún hefur haldið 20 einkasýningar og tekið þátt í 10 samsýningum.

Sýningin stendur til 17. nóvember og eru allir velkomnir.
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17.
Guðrún Þórsdóttir s.848-4372
 
Mjólkurbúðin Listagili
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/
Dagrún Matthíasdóttir s.8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband