Guðbjörg Ringsted og Rannveig Helgadóttir sýna í Ketilhúsinu

gudbjorgrannveig.png

 

Síðasta sýningaropnun ársins í Sjónlistamiðstöðinni verður laugardaginn 2. nóvember kl. 15 þegar Guðbjörg Ringsted og Rannveig Helgadóttir opna sýninguna Mandala / Munstur í Ketilhúsinu.

Guðbjörg Ringsted var bæjarlistamaður Akureyrar 2012 en á því ári voru 30 ár liðin síðan hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri. Það var við vinnu með blýantinn árið 2007 sem lauf og blóm fóru fyrst að birtast í verkum Guðbjargar. Fljótlega skipti hún blýantinum út fyrir pensil og akrýlliti og plöntumunstrin héldu áfram að blómstrar með tilvísunum í þjóðbúning íslenskra kvenna.

Mandalan, sem grundvallast á hringforminu og margþættum munstrum því tengdu, skipar öndvegi í málverkum Rannveigar Helgadóttur. Orðið mandala er ættað úr sanskrít og merkir ,,heilagur hringur” eða hringrás eilífðarinnar og táknar alheiminn og eðli hins guðlega. Um þúsundir ára hafa frumbyggjar Norður-Ameríku, hindúar og búddistar notað mandölur við hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama hugar og anda.

Sýningin stendur til 8. desember og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband