Jan Voss sýnir bókverk í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Kompan
Alþýðuhúsið á Siglufirði
13. okt. – 10. nóv. 2013

Sunnudaginn 13. okt. kl. 15.00 opnar Jan Voss sýningu á bókverkum.

Kompan er opin þegar skilti er úti eða eftir samkomulagi við Aðalheiði í síma 865-5091


Jan Voss


Jan er þjóðverji búsettur í Amsterdam þar sem hann rekur bókverkabúðina Boekie Woekie boekiewoekie.com  ásamt Rúnu Þorkelsdóttur og Henriette van Egten.
Bókverk eru listaverk sem notast við bókaformið til túlkunar og framsetningar.
Þessi listgrein á sér meira en hálfrar aldar sögu og má nefna Dieter Roth sem einn upphafsmanna hennar.        

Jan hefur gefið út eigin bækur og annarra undanfarin 45 ár, ýmist undir merkjum Fossferlag eða Boekie Woekie.

Um 1971 fór Jan Voss að venja komur sínar til Íslands. Kenndi við Myndlista og handíðaskóla íslands og dvaldi við eigin vinnu, meðal annars í Flatey og Eyjafirði.
1979 keypti hann hús á Hjalteyri og hefur haldið þar annað heimili/vinnustofu síðan.

Jan Voss sýnir bókverk, unnin á mismunandi tímum síðustu áratuga sem gefa áhorfandanum breiða mynd af því listformi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband