Ljósmyndasýning í Háskólanum á Akureyri

haaeyzc.png

Í tengslum við alþjóðaráðstefnu um heimskautarétt verður opnuð ljósmyndasýning, í húsakynnum Háskólans á Akureyri, frá ferð Peter Kochs landmælingamanns og Wegeners veðurfræðings og kennara við Háskólann í Marburg 1912-1913. Vigfús Geirdal heldur erindi og kynnir leiðangurinn í hátíðarsal skólans. Með í ferð var Vigfús Sigurðsson póstur og trésmiður en það hafði komið í hans hlut að velja 16 íslenska hesta til farar yfir þveran Grænlandsjökul að vetrarlagi. Leiðangursmenn lifðu af jökulhlaup og þurftu að flytja 20 tonn af farangri með sér upp á jökulinn. Vigfús Grænlandsfari fékk tæplega 100 ljósmyndir á glerplötum að ferð lokinni. Veturinn 1914 ferðaðist hann vítt og breytt um Ísland, oftast fótgangandi, hélt fyrirlestra og sýndi skuggamyndir úr Grænlandsferðinni. Myndir á sýningunni eru úr safni hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband