17.7.2013 | 18:44
Helen Molin opnar sýningu í Mjólkurbúðinni
Helen Molin opnar sýninguna Háfleygt í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 20.júlí kl. 14.
Helen sýnir 300 mynda seríu sem hún vinnur með blandaðri tækni í grafíkprent og vatnsliti. Hún fjallar um stað sem ekki á sér tíma eða rúm og eru myndirnar fantasíur þar sem fólk og fuglar eru í aðalhlutverki.
Helen Molin um sýninguna Háfleygt:
Verkin mín eru sögur eða sagnir án orða. Þau innihalda hvorki fortíð né framtíð heldur eru tímalaus í núinu, tímabilið að innan, að utan og á milli. Veröldin þar sem barnslegt ímyndunarafl og þroskuð reynsla fullorðinna mætast og flýgur hátt og hefur vængi. Þar sem hvorki tíminn né orðin eru og þú flýgur hærra og hærra.
Myndlistakonan Helen Molin er frá Svíþjóð. Hún stundaði nám við Háskólann í Gautaborg 1988-90 og lærði þar hönnun og listir og 1990-96 lærði hún textíl í sama háskóla og master í listum. Hún lærði einnig silfursmíði og fór til Noregs í frekara nám í Grafíkprentun. Helen hefur sýnt víða í sínu heimalandi og einnig í öðrum löndum s.s. í New York í Bandaríkjunum, í Noregi, Danmörku, Hollandi og á Íslandi.
Sýningin stendur til 5.ágúst og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17 á meðan sýningin stendur.
Helen Molin s. +46 707510517 http://www.helenmolin.se/
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/ s.8957173
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.