Reitir opna sunnudaginn 14. júlí á Siglufirði

press
Verkið Hlust eftir Jón Einar Björnsson, Kristján Einarsson og Morgane Parma
 
 
15.00 Móttaka í Alþýðuhúsinu
15.15 Leiðsögn um sýninguna (10 verk víðsvegar um bæinn)
17.00 Fótboltaleikur milli Reita og Siglufjarðar
18:30 Strandaparty og grillveisla (komið með eigin mat)
22:30 Hlust, hljóðgjörningur við Olís, neðst á eyrinni.

Verkefnið Reitir býður 30 einstaklingum viðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.
Reitir standa yfir í 10 daga en 14. júlí getur almenningur séð og upplifað hin fjölbreyttu verkefni víðsvegar um bæinn. Athugið! Aðeins þessi eini opnunardagur.

Frekari upplýsingar má nálgast á reitir.com eða í síma 823-6286.

Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings og Evrópa unga fólksins.

Bestu kveðjur,
Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson, verkefnastjórar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband