Umsóknarfrestur fyrir Mugg styrki rennur út 1. febrúar

sim-logo

MUGGUR

TENGSLASJÓÐUR FYRIR MYNDLISTARMENN

Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, SÍM og Myndstef stofnuðu árið 2004 og er SÍM umsjónaraðili sjóðsins.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.

Umsóknarfrestir fyrir Mugg 2013 eru eftirfarandi:

1. febrúar 2013 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. mars – 31. águst 2013

1. júlí 2013 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. september – 28. febrúar 2014

Nánari upplýsingar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband