26.9.2012 | 20:49
Overdose & Underdose í Sal Myndlistarfélagsins
Salur Myndlistarfélagsins laugardaginn 6. október kl. 14-17
GÓMS er samstarf Georgs Óskars & Margeirs Dire S.
"Tveir mjög ólíkir myndlistarmenn sem hafa sömu hugmynd um hvað góð myndlist sé og hvernig hana skal skapa. Við málum ofan í hvorn annann þangað til fullkomið jafnvægi skapast og verkið er eins og eftir einn furðulegann einstakling"
Titillinn Overdose & Underdose fjallar um ferli verkana í gerð, stundum er "Overdose" á ákvöðnum svæðum sem þarf að róa niður og stundum er "underdose" sem þarf að hlaða. Hvert verk gengur í gegn um þetta ferli aftur og aftur þar til ákveðið jafnvægi hefur myndast með öfgum í allar áttir.
Overdose & Underdose fjallar á sama tíma um hvernig áhorfandinn meðtekur verkin og gefur rými fyrir þær blendnu tilfinningar sem hann kann að upplifa frá verkinu.
Þessi sýning er frammhald af samstarfi þeirra GÓMS félaga sem hófst í sameiginlegri vinnuaðstöðu "Stúdíó Tímavél" frá árinu 2007-2008. Þeir héldu nokkrar sýningar með afrakstrinum sem fékk eintómt lof áhorfenda. Nú mætast þeir aftur á striganum í myndrænni orgíu sem ætti ekki að skilja neinn eftir ófullnægðan.
"Tveir mjög ólíkir myndlistarmenn sem hafa sömu hugmynd um hvað góð myndlist sé og hvernig hana skal skapa. Við málum ofan í hvorn annann þangað til fullkomið jafnvægi skapast og verkið er eins og eftir einn furðulegann einstakling"
Titillinn Overdose & Underdose fjallar um ferli verkana í gerð, stundum er "Overdose" á ákvöðnum svæðum sem þarf að róa niður og stundum er "underdose" sem þarf að hlaða. Hvert verk gengur í gegn um þetta ferli aftur og aftur þar til ákveðið jafnvægi hefur myndast með öfgum í allar áttir.
Overdose & Underdose fjallar á sama tíma um hvernig áhorfandinn meðtekur verkin og gefur rými fyrir þær blendnu tilfinningar sem hann kann að upplifa frá verkinu.
Þessi sýning er frammhald af samstarfi þeirra GÓMS félaga sem hófst í sameiginlegri vinnuaðstöðu "Stúdíó Tímavél" frá árinu 2007-2008. Þeir héldu nokkrar sýningar með afrakstrinum sem fékk eintómt lof áhorfenda. Nú mætast þeir aftur á striganum í myndrænni orgíu sem ætti ekki að skilja neinn eftir ófullnægðan.
http://www.facebook.com/events/150904025050679
Flokkur: Menning og listir | Breytt 2.10.2012 kl. 08:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.