Sjónlist 2012 í Hofi

sjonlist_web_1171658.jpg

ENDURREISN ÍSLENSKU SJÓNLISTAVERÐLAUNANNA
verðlaunaafhending í Hofi 13. september kl. 20

Þrír einstaklingar hafa verið tilnefndir til Sjónlistaverðlaunanna af sérstakri dómnefnd sem skipuð er þremur fulltrúum frá Listaháskóla Íslands, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Listfræðifélagi Íslands. Einnig verður heiðurslistamaður útnefndur sem og Spíran veitt  ungum og upprennandi listamanni. Hátíðin var haldin árlega á árunum 2006-2008 en hefur legið niðri vegna fjárskorts þar til nú. Áður voru verðlaunin veitt bæði hönnuði og myndlistarmanni en í ár verður sjónum einungis beint að myndlistarmönnum og eru þrír tilnefndir til Sjónlistaverðlauna.
Hátíðardagskráin hefst í Hamraborg í Hofi kl. 20 fimmtudagskvöldið 13. september. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að tryggja sér miða í miðasölu Hofs eftir kl. 13 fimmtudaginn 13. september. Sýning á verkum ofangreindra listamanna verður opnuð í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 15. september kl. 15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband