Joris Rademaker sýnir í Populus tremula

Joris-Populus-1.9.12-web

Laugardaginn 1. september kl. 14.00 mun Joris Rademaker opna myndlistar-sýninguna Framhald í Populus Tremula. Joris sýnir að þessu sinni ný kartöflumálverk. Titill sýningarinnar vísar í að þetta er sú síðasta af röð þriggja sýninga í sumar.

Sýningin er opin frá kl. 14-22 á laugardaginn 1. september og frá kl. 14-17 sunnudaginn 2. september.

Aðeins þessi eina helgi.


Síðustu fjögur árin eða frá haustinu 2008 hefur Joris málað með kartöfluna sem helsta innblástur. Hann hefur notað kartöfluformin sem mót eða einhverskonar “legokubba” til að byggja málverkin. Eiginlega eru þetta lágmyndir á ómálaðan striga þar sem hvíti liturinn dregur formin fram og svarti liturinn hverfur inn í bakgrunninn. Með því að raða kartöflunum alltaf á mismunandi hátt, engar tvær kartöflur eru heldur nákvæmlega eins, verða til einhverskonar “ hreyfimyndir” í rými málverksins. Í þessari seríu er Joris að tefla saman andstæðum, annars vegar geometrisk form (svörtum ferhyrningi Malevich) og  hins vegar kartöflunni sem náttúrulegu formi.

joris.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband