Opin vinnustofa í Listagilinu

dsc04235.jpg

Listamaður ágústmánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins er Þóra Karlsdóttir. Hún verður með opna vinnustofu laugardaginn 25. ágúst kl. 14:00-18:00.

Þóra sýnir nýleg verk sem unnin eru með ljósmyndum sem faðir hennar Karl Hjaltason tók.

Þóra er fædd og uppalin á Akureyri en fluttist á brott fyrir 30 árum síðan. Hún hefur búið víða erlendis síðastliðin tuttugu ár. Þóra býr nú í Lúxemburg þar sem hún er með vinnustofu í gamalli lestarstöð ásamt fleiri listamönnum.  Þóra stundar myndlistanám í Evrópsku listaakademíunni í Trier og mun útskrifast næsta vor.  Hún hefur áður sýnt verk sín í Lúxemburg, Þýskalandi og Austurríki.

www.karlsdottir.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband