Gunn Nordheim Morstøl opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni

gunn.jpg

Gunn Nordheim Morstøl opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri laugardaginn 18.ágúst kl. 14.

 
Fyrir sýninguna Delicious vann Gunn sérstaklega myndaröð unna með ætingu og á sýningin að standa yfir 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.  Myndröðin fór með pósti þann 2.ágúst frá heimabæ Gunn, Åndalsnes og er enn ókomin til Akureyrar en var síðast skráð í Export Customs Clearance í Osló þann 8.
 
Gunn lætur það ekki slá sig út af laginu, kemur til Akureyrar og gerir aðrar ráðstafanir : ,, Þetta verður ok, ég er með málverk í vinnslu og ég tek þau með í flug og vona bara að upphenging nái fyrir auglýstan opnunartíma” segir Gunn og hlær. En hún lendir í Keflavík aðfaranótt opnunardagsins og á bókað með fyrsta flugi til Akureyrar. Hún hefur meiri áhyggjur af listaverkum Dagrúnar Matthíasdóttur  sem eiga að skila sér heim í sömu sendingu eftir sýningu í Noregi. Gunn er jákvæð þrátt fyrir óvissuna með listaverkin og vonar hún að pakkinn skili sér á meðan á dvöl hennar stendur svo enn er ekki útilokað að myndröðin hennar  nái á veggi Mjólkurbúðarinnar meðan sýningin stendur yfir.
 
Um Gunn Nordheim Morstøl:
Gunn Nordheim Morstøl lærði myndlist í Gerlesborgsskolan i Bohuslän í Svíþjóð og starfar ásamt myndlistinni sem kennari í Åndalsnes Ungdomsskole. Hún heldur einnig utan um listviðburðinn “Kunst I Natur” sem er árlegur listahátíð (fjellfestival) í fjöllunum í kringum heimabæ Gunn, þar sem listamenn koma víða að og taka þátt. Gunn hefur verið öflug í sýningarhaldi í Noregi og einnig sýnt verk sín víða um heim, m.a. í New York, Ísrael, Japan, Rússlandi, Spáni, Englandi, Frakklandi og hér á Íslandi. Gunn hefur hlotið menningarverðlaun  Rauma Kommunes kulturpris  2003 og hlaut einnig verðlaunin ”Jerusalemprint 2000,” sem voru veitt í tengslum við alþjóðleg grafíklistasýningu í Ísrael 1998. Gunn hefur áður komið til Íslands og tók þá þátt í stórri samsýningu Staðfugl-Farfugl í Eyjarfirði 2008 þar sem útiskúlptúr var hennar framlag auk þess sem hún hélt námskeið fyrir börn og fyrirlestur ásamt sænsku listakonunni Helen Molin í Deiglunni á Akureyri.
 
Sýning Gunn Nordheim Morstøl stendur yfir Akureyrarvöku sem nú er 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar og henni lýkur 2.september.
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 og eftir samkomulagi – Allir velkomnir.
 
Gunn Nordheim Morstøl s.+4793264341
Mjólkurbúðin s.8957173 dagrunmatt@hotmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband