Hinn fullkomna lygi í Deiglunni

forsidumynd.jpg

Opnun í Deiglunni
laugardaginn 18. ágúst kl. 21:00.
HIN FULLKOMNA LYGI

Við erum ungir áhugaljósmyndarar að halda okkar fyrstu sýningu.  Við höfum
hvorki lært ljósmyndun né myndvinnslu og er þetta aðeins áhugamál okkar
beggja.
 
*"Sjálfsímynd kvenna er brotin niður þegar þær reyna að bera sig saman við
óraunverulegan fegurðarstuðul eins og hann birtist í tímaritum." Dr.?
Nicole Hawkins, sálfræðingur.*

Ákvörðunin um að halda sýningu kom í kjölfar þess að við fórum saman í
stúdíó að mynda, þar byrjaði vinkona Baldvins að tala um  stelpur í
tískublöðun sem væru ekki með neina fæðingarbletti, með fullkomna húð og
þar fram eftir vegi. Þá fórum við að velta fyrir okkur hvernig farið er með
myndir í auglýsingabransanum og tímaritum.

Markmið okkar er að sýna hvernig er verið að ýkja og of vinna fallegar
myndir. Á sýningunni verða myndirnar óunnar eins og þær koma beint úr
myndavélinni og svo aftur eftir myndvinnslu. Meiri partur fólks veit hvað
photoshop er en ber sjálft sig þó saman við myndir af módelum sem eru
"fullkomin" í útliti.

Við, ólærðir og youtube menntaðir, gátum gert þetta, ímyndið ykkur hvað
atvinnumenn geta gert!

Við viljum þakka módelunum og öllum aðilum sem komu að sýningunni að gera
þetta mögulegt.

Sýningin stendur til 3. september


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband