Textílbomba í Listagilinu

bomban_augl_dagskrain_2

Listagilið fyllist af fánum, veifum og dreglum í dansandi gleði.

Sýningin opnar 30. júní og stendur til 3. september og er opin allan sólarhringinn.
 
Í sumar eru 20 ár liðin síðan Akureyrarbær kom að rekstri Listagilsins og fagnar Sjónlistamiðstöðin þeim áfanga með gleði, sköpun og sprengikrafti. Textílbomban er samsýning 35norðlenskra textíllistakvenna, listnema á listnámsbraut VMA, Álfkvenna (áhugaljósmyndarar) og vaskrar sérsveitar skólabarna. Þessi óvanalega sýning er hugsuð myndlistinni til dýrðar, unnin úr tauefnum, sorpi og nautshúðum. Fánar, veifur, dreglar og blæjur þvers og kruss á milli húsa, út úr húsum, ofan á húsum og upp eftir ljósastaurum, af öllum gerðum og í öllum regnbogans litum.
Af þessu tilefni verður stærsta fána landsins flaggað við efri skolt Listagilsins og  það í 12 metra fánastöng, þá hæstu á landinu. Fáninn er unninn af fjórum textíllistakonum sem kenna sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband