21.6.2012 | 10:44
LYSTISEMDIR í Lystigarðinum
Föstudaginn 29. júní kl. 16.00 munu fimmtán ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna LYSTISEMDIR á útisvæðinu við cafe Björk í Lystigarðinum á Akureyri.
ÁLFkonur (Áhuga-Ljósmyndara-Félag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) er félagskapur kvenna sem hafa sameiginlegt áhugamál, sem er að festa allt milli himins og jarðar á filmu".
Hópurinn hefur starfað saman frá hausti 2009, myndað mikið, ferðast og haldið nokkrar sýningar og er þetta sjötta samsýning hópsins.
Sýning þessi er hluti af 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri, 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og sýningunni Allt+ sem skipulögð er af Sjónlistamiðstöðinni.
Hægt er að skoða myndirnar fram til 3. sept og er sýningin opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8 - 23 alla daga. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis
Hægt er að skoða myndirnar fram til 3. sept og er sýningin opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8 - 23 alla daga. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis
Sýnendur :
Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Freyís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdoóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Íris Björk Reykdal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.