30.5.2012 | 21:13
Rætur
14 ungir listamenn sem eiga rætur sínar að rekja til Akureyrar opna samsýningu. Þið munið öll deyja. The end of art or? Höldum ró okkar en engu að síður köstum við varnöglum út um allt, sérstaklega í ykkur sýningargestir sælir. Oft eru listilegir varnaglar mjög nauðsynlegir, það vitum við galgoparnir frá Akureyri sem smökkuðum okkar fyrsta landasopa á Ráðhústorginu, misstum meydóma og sveindóma í Hlíðarfjalli og tókum okkar fyrsta smók af jónum í kirkjutröppunum og lentum svo í allsherjar ryskingum (ég held y) í Skátagilinu. Fyrir okkur er Akureyri heim. Á lifandi hátt er heim þó svo margt, bæði gott og slæmtu. Hvað sem þú heitir, hver sem þú ert, hvort þú ert miss fucking with you, prestur, íþróttabjálfi, sæt og klár vörubílstjóri eða ráðanautur þá er okkur öllum hollt að líta í kringum okkur. Taka inn lífið, listina og öll þau heimsins undur sem verða leyst úr læðngi hér í dag og fram eftir sumri. Við erum ung og erum á barmi mestu vitundarvakningar og ævintýra sem mannkynið hefur orðið vitni að. Þér er boðið með. Velkomin, njóttu og lifðu. Innri vitund er það eina sem er eilíft, þar sem hinn raunverulegi sannleikur leynist. Vitundarstig okkar fer rísandi burt frá áreitinu og við hættum að vera þrælar hugans. Við förum að lifa í hjartanu, hjartað verður megin hugsunarafl okkar. Leiðandi orka alheimsvitundarinnar stendur okkur til boða og er rétti tíminn til þess að taka á móti henni. En við þurfum engan til að segja okkur þessa hluti, þetta er einfalt, eins einfalt og að kasta tómat í dauðan fugl. En stundum þarf maður einhvern til að benda sér á það. Við viljum með list, ást og pönki að við sameinumst í því sem er. Lifum á líðandi stundu og tökum nokkur dansspor upp úr þurru, purrum í hálsakotið á manninum eða konunni sem stendur okkur næst.
Texti: G. Viktoría Jóhanns- Hjördísardóttir Blöndal
Listakonur/menn eru: Auður Ómarsdóttir, Ari Marteinsson, Arnar Ómarsson, Georg Óskar Giannakoudakis, Guðrún Þórsdóttir, G. Viktoría J.H. Blöndal, Hekla Björt, Katrín Erna, Lily Erla, Máni Sigurðsson, Rakel Sölvadóttir, Sara Björg, Vala Höskuldsdóttir, Victor Ocares
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.