Guðrún Pálína sýnir í Populus Tremula

img_0369.jpg

Sýningin Móðurást opnar í Populus Tremula laugardaginn 21. apríl kl. 14-17. Opið er á sama tíma á sunnudeginum 22. aprí­l.

Móðurástin (þörfin fyrir að vernda og næra afkvæmi sín þar til þau verða sjálfbjarga) og kynhvötin (að fjölga sér og viðhalda kynstofninum) ásamt því að afla sér fæðu eru sterkustu hvatir manns og dýra. Jörðin oft nefnd “Móðir jörð”er sameiginlegur bústaður okkar. Hvernig við umgöngumst hana hefur ekki bara áhrif á okkur sjálf heldur komandi kynslóðir og allt vistkerfið.
Titill sýningarinnar “Móðurást” er tvíþættur, annars vegar vísar hann til umönnunar afkvæmanna og hins vegar til sömu kennda sem mannkynið ætti að hafa til jarðarinnar.
Guðrún Pálína skoðar hér formæður/feður sína í móðurmóðurlegg  til og með 8. kynslóðar. Vill hún með því varpa ljósi á góða umgengni þeirra við umhverfið og afkvæmin og hvernig maður fram af manni þarf að gera hvoru tveggja til að viðhalda lífinu. Í dag lifum við í samfélagi ofgnóttar og alsnægta á þann hátt sem formæður/feður okkar gátu ekki látið sig dreyma um. Sem dæmi um stöðu nútíma konunnar andstætt horfnum kynslóðum formæðra bendir Guðrún Pálína á að hún hafi um ævina átt fleiri kjóla og pils en allar þær formæður samanlagt sem myndgerðar eru á sýningunni. Er það einn af mörgum þáttum sem táknrænn er fyrir þá breytingu sem orðið hefur á lífsháttunum síðustu áratungina.
Í dag búum við og lifum í meiri alsnægtum en kynslóðir þeirra sem myndgerðir eru á sýningunni gátu látið sig dreyma um.

Sýningin samanstendur af bókverki og seríu akrylmynda á pappír. Þar eru dregnar upp myndskissur sem minna á grímur af fornum kynslóðum Guðrúnar Pálínu til og með 8. ættliðar frá móðurömmu hennar. Hver einstaklingur er myndgerður eftir tilfinningu listakonunnar en ekki út frá ljósmyndum eða mannlýsingum.


Guðrún Pálína er fædd og búsett á Akureyri.
Hún nam myndlist í Svíþjóð (KV-listaskólinn í Gautaborg) og í Hollandi (AKI í Enschede og Jan van Eyck akademían í Maastricht).

Gudr%25C3%25BAn-P%25C3%25A1lina-web


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband