Guðrún Pálína með listamannsspjall í Flóru

palina_m.jpg

Fimmtudagskvöldið 29. mars kl. 20-21 verður Guðrún Pálína Guðmundsdóttir með listamannsspjall í Flóru og allir eru velkomnir.

Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru byggir á hugmyndum tengdum hlutverki og stöðu  föðursins. Vonast er til að hún varpi fram spurningum til áhorfandans og vangaveltum. Sýningin byggir á ættfræðirannsóknum en þær eru ein leið til að skilja erfðafræðilega stöðu einstaklingsins. Á sýningunni notar Guðrún Pálína ættfræði föður síns í karllegg og býr til sjónræna framsetningu andlita. Ættirnar rekur hún til og með 8. liðar. Andlitin minna á grímur sem forfeðurnir/mæðurnar  skýla sér á bakvið. Þau minna jafnvel á grímur frumstæðra ættbálka. Andlitin koma fram í svartnættinu og skapa nánast þrívíddaráhrif eða einhverskonar sjónhverfingu. Það má segja að þau séu eins og skuggar fortíðarinnar. Einhverjar óljósar hugmyndir um hvernig menn hefðu getað birst eða litið út. Andarnir minna á sig, þeir lifa áfram í okkur gegnum erfðafræðina, ekki bara efnið heldur líka andinn og hugsunin. Er efnishyggja okkar í dag hugsanlega afleiðing langvarinnar vosbúðar, kulda og fátæktar forfeðranna? Getur hluti af okkar þrá eftir efnislegu öryggi, frelsi til menntunnar og vali á búsetu verið gamlir draumar forfeðranna?  Sýningin á ekki endilega að svara neinum spurningum, frekar að vekja þær.

Nánar um sýninguna á http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/1230155

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni: www.palinagudmundsdottir.blog.is

Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru stendur til laugardagsins 14. apríl 2012.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áður hafa Arna Vals, Þórarinn Blöndal, Snorri Ásmundsson og Guðrún Þórsdóttir sett upp sýningar í Flóru.

 

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Faðirinn
24. mars - 14. apríl 2012

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband