Munstur Guðbjargar Ringsted í Mjólkurbúðinni

ringsted-300x224


Í tilefni Akureyrarvöku, afmælishátið Akureyrarbæjar opnar myndlistakonan
Guðbjörg Ringsted málverkasýninguna Munstur í Mjólkurbúðinni laugardaginn
27.ágúst kl.14.

Á sýningunni sýnir Guðbjörg málverk þar sem útsaumuð blóm flögra um
myndflöt og minna á íslensk útsaumsmynstur.

Guðbjörg útskrifaðist frá Mynd og handíðaskóla Íslands af grafíkdeild 1982
og er félagi í SÍM, Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu.

Sýning Guðbjargar Ringsted í Mjólkurbúðinni stendur aðeins þessa einu
helgi og er opið laugardag og sunnudag kl.14-17 og einnig á
laugardagskvöldinu frá kl.20.
Nánari upplýsingar:
Guðbjörg Ringsted ringsted@akmennt.is s 8634531
Mjólkurbúðin, Dagrún Matthíasdóttir dagrunm@snerpa.is s.8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband