Lárus H List sýnir í Þekkingasetrinu á Húsavík

_la_769_rus_h_list_vinnustofu.jpg

Sunnudaginn 17. Júlí kl. 14 opnar Lárus H List frá Akureyri
myndlistasýningu sem hann kallar -Sail Húsavík- í Þekkingasetrinu Húsavík.
Listsýningin er hluti af Sail Húsavík Strandmenningarhátíðinni 16.-23. júlí.
Lárus H List hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendir og erlendis og í
tilefni sýningarinnar gefur Lárus út eftir sig hljðverk sem hann kallar
Listmálara Sinfóníu, (The Painter´s Symphony). Myndmál í verkunum á
sýningunni er tengt bátum sjónum, en Lárus er áhugamaður um strandmenningu
og sérstaklega báta og á hann ættir sínar að rekja til Húsavíkur en amma
hans Guðný Hjálmarsdóttir sem hann tileinkar sýninguna var fædd og uppalin
á Húsavík. Allir eru hjartanlega velkomnir og er sýningin opin frá 9-18
virka daga og 14-18 um helgar. Sýningunni líkur 24. júlí. Dagskrá
hátíðarinnar er á: http://www.sailhusavik.is/dagskra/
Heimasíða Lárusar er: larushlist.com og á facebook.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband